Helstu verkefni

Athugið að síðan er í vinnslu.

Meistaraverkefni í máltækni (60 ECTS)

Markmið verkefnisins var að draga út upplýsingar úr fréttum um veður og náttúruhamfarir og nýta þær til að grófþýða fréttirnar sjálfvirkt á önnur tungumál. Upplýsingarnar sem fundust voru tengdar saman með hjálp svokallaðra ramma. Kerfið er hannað með það að leiðarljósi að auðvelt sé að færa það á milli sérsviða. Verkefnið var unnið undir leiðsögn Eiríks Rögnvaldssonar og Hrafns Loftssonar, en til þess hlaust styrkur úr Rannsóknasjóði Háskóla Íslands árið 2016.
Meistararitgerðina má finna hér. Kóðann fyrir verkefnið má finna hér.

Appen

Þróun stafsetningarleiðréttingar fyrir íslensku fyrir þekkt hugbúnaðarfyrirtæki.

Villumálheild

Norrænt samstarfsverkefni. Uppbygging málheildar yfir stafsetningarvillur til þjálfunar stafsetningarforrita. Ég sá um íslenskan hluta verkefnisins en önnur tungumál voru grænlenska, lulesamíska og norðursamíska.

IcePaHC

IcePaHC er setningafræðilegur gagnagrunnur fyrir íslensku frá 12. öld til nútímans. Ég tók þátt í að lagfæra sjálfvirka setningafræðilega greiningu textanna og að skrifa upp texta til notkunar.

Villumerkingar með IceNLP

Verkefni unnið í námskeiði í meistaranáminu. IceNLP (aðgengilegt á vefnum hér) var notað til að greina gerð villu og stinga upp á leiðréttingu, ásamt því að athuga ósamhengisháðar villur.

Fyrirlestrar

„„Tilraun til upplýsingaútdráttar með sjálfvirkum aðferðum.“ 31. Rask-ráðstefnan um íslenskt mál og almenna málfræði, laugardaginn 28. janúar 2017.

„Notkun viðtengingarháttar í nútímaíslensku.“ Mímisþing, málþing íslenskunema, 19. mars 2011.